Magnea Gar­arsdˇttir | fimmtudagurinn 18. oktˇberá2018

Birting ┴fangasta­aߊtlunar

Í dag var Áfangastaðaáætlun Vestfjarða birt formlega. Markaðsstofa Vestfjarða hefur unnið að skýrslunni undanfarin misseri og hefur skýrslan nú formlega farið fyrir sveitafélögin á svæðinu.


Áfangastaðaáætlun Vestfjarða er heildstæð áætlun sem hefur ferðaþjónustu sem meginpunkt. Markmið hennar er að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu sem skilar sem mestu til samfélaga, um leið og mögulegum neikvæðum áhrifum er haldið í lágmarki.


Nßnar
Sk˙li Gautason | mßnudagurinn 15. oktˇberá2018

Styrkir fyrir ßri­ 2019

Kallað er eftir umsóknum um styrki úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða fyrir árið 2019. 

Veittir eru styrkir til atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna og menningarverkefna. Einnig geta menningarstofnanir stótt um stofn- eða rekstrarstyrk. 

Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti mánudaginn 12. nóvember. 

 

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um styrkumsókn má finna hér. 

 

Hér má sjá kynningarbækling sem dreift verður í öll hús og fyrirtæki á Vestfjörðum.

LÝna Bj÷rg Tryggvadˇttir | f÷studagurinn 12. oktˇberá2018

Kynningarfundur me­ Stefßni GÝslasyni umhverfisstjˇrnunarfrŠ­ingi

Mánudaginn 15. október fá íbúar á norðanverðum Vestfjörðum tækifæri á því að sækja fundi með umhverfisstjórnunarfræðingnum Stefáni Gíslasyni. Mun hann halda tvo fundi á Ísafirði og einn fund í Bolungarvík en sá fundur er fyrir kjörna fulltrúa á svæðunum. 


Í hádeginu 15. október milli kl. 12:00 og 13:00 gefst fyrirtækjum og opinberum stofnunum kostur á að senda fulltrúa sinn til að sitja súpufund á Hótel Ísafirði og hlusta á erindi Stefáns er ber heitið „Úrgangur er auðlind“.


Almennur íbúafundur verður svo haldinn sama dag í sal Stjórnsýsluhúsins á Ísafirði kl. 16:30. Þar mun Stefán fjalla um sama efni og einnig koma inn á loftslagssamning Íslands og hvernig íbúar geta komið að því markmiði.


Nßnar

Svipmynd