Sk˙li Gautason | fimmtudagurinn 17. jan˙ará2019

Skrßning hafin Ý Tungumßlat÷fra

Opnað hefur verið fyrir skráningar á Tungumálatöfra 2019. Skráningarform má nálgast hér: https://bit.ly/2QFJofa
Tungumálatöfrar er íslenskunámskeið með listsköpun og leik fyrir 5 - 11 ára krakka sem fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 5. - 10. ágúst 2019. Námskeiðið er hugsað fyrir öll börn með sérstaka áherslu á íslensk börn sem að hafa fæðst eða flutt erlendis og börn af erlendum uppruna sem sest hafa að hér á landi. Á lokadeginum verður svo Töfraganga sem endar með bæjarhátíð í Suðurtanga. Þar standa bæjarbúar af ólíkum uppruna fyrir fjölskylduskemmtun með leikjum, sögum, myndlist og matarupplifun.

Gjald er 20.000 krónur fyrir hvert barn - 30.000 fyrir tvö börn úr sömu fjölskyldu. Námskeiðið er í fjórar klukkustundir dag hvern og lýkur með skrúðgöngu og fjöslskylduskemmtun á laugardegi. Matur og allur efniskostnaður er innifalinn.

 

Nánari upplýsingar á síðu Edinborgarhúss og Facebook síðu Tungumálatöfra

Magnea Gar­arsdˇttir | ■ri­judagurinn 15. jan˙ará2019

Hringvegur 2

Viltu þú taka þátt í þróun Hringvegs 2?


 Vestfjarðastofa hefur undanfarin misseri unnið að undirbúningi þróunarverkefnisins Hringvegur 2. Hringvegur 2 tekur á stefnumótun og þróun ferðamannaleiðar um Vestfirði, þar sem horft verður til tengingar milli svæða, upplifunar og afþreyingar. Markmið verkefnisins er að auka enn aðdráttarafl Vestfjarða fyrir ferðamenn, skilgreina styrkleika svæðisins og vinna með þá upplifun sem er að ferðast um náttúru Vestfjarða.


Nßnar
SigrÝ­ur Ë. Kristjßnsdˇttir | mßnudagurinn 14. jan˙ará2019

Vi­ upphaf nřs ßrs

SigrÝ­ur Ël÷f Kristjßnsdˇttir, framkvŠmdastjˇri Vestfjar­astofu
SigrÝ­ur Ël÷f Kristjßnsdˇttir, framkvŠmdastjˇri Vestfjar­astofu
1 af 2

Árið 2018 var baráttuár á Vestfjörðum eins og svo mörg önnur ár. Baráttan nú snýst um þann sjálfsagða rétt Vestfirðinga til sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda svæðisins. Það er ekki ný barátta en hún hefur breyst. 


Nßnar

Svipmynd