Styrkumsóknagerð í Forvitnum frumkvöðlum
Annað erindi í fyrirlestraröð landshlutasamtakanna, Forvitnir frumkvöðlar, fer fram á Teams þriðjudaginn 4. febrúar kl. 12. Þar mun Þórunn Jónsdóttir fara yfir gerð styrkumsókna, en hún hefur skrifað yfir 300 umsóknir yfir dagana. Markmið Þórunnar er að deila þekkingu sinni og reynslu sem víðast, enda trúir hún því að allir geti skrifað árangursríka styrkumsókn fái þeir til þess góðan stuðning og réttu tólin.
27. janúar 2025