Öryggismál á Hornströndum rædd á fjölmennum samráðsfundi
Þann 1. apríl 2025 var haldinn samráðsfundur í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði þar sem öryggismál í Friðlandi Hornstranda voru rædd. Fundurinn var skipulagður af Kristínu Ósk Jónasdóttur hjá Náttúruverndarstofu. Að fundinum komu fjölmargir hagaðilar sem tengjast svæðinu með beinum eða óbeinum hætti. Mættir voru fulltrúar frá landeigendum, ferðaþjónustufyrirtækjum, björgunarsveitum, lögreglu, slökkviliði, Landhelgisgæslu og fleiri stofnunum. Fulltrúar Markaðsstofu Vestfjarða sátu einnig fundinn, sem og fulltrúar frá Ferðafélagi Íslands og Umhverfisstofnun í gegnum fjarfund.
03. apríl 2025