Kröftugar og góðar umræður á fjórðungsþingi
Fjórðungsþing Vestfirðinga að vori var haldið í Edinborgarhúsinu á Ísafirði miðvikudaginn 2. apríl. Ágæt mæting var á þingið, sem var eins og jafnan er um Fjórðungsþing að vori, að meginhluta til ársfundur Fjórðungssambands Vestfirðinga. Á ársfundinum var farið yfir skýrslu stjórnar, ársreikning nýliðins árs og endurskoðaða fjárhagsáætlun líðandi árs.
04. apríl 2025