Fjßrm÷gnun

Forverkefni var fjármagnað að mestu leyti af Vaxtarsamningi Vestfjarða. Forverkefni og undirbúningur aðalverkefnis var einnig fjármagnað með framlagi þátttakenda, þ.e. Fjórðungssambands Vestfirðinga, Teiknistofunnar Eikar og Háskólaseturs Vestfjarða. Tilraunaverkefni, sem er hluti af aðalverkefni, er fjármagnað með styrkjum frá Vaxtarsamningi Vestfjarða og Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar. Umhverfisráðuneyti, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti leggja einnig fjármuni til verkefnisins, auk þess að veita aðgang og afnot af viðeigandi gögnum stofnana og vinnu sérfræðinga þeirra. Einstök sveitarfélög og Fjórðungssambandið munu greiða ýmsan kostnað sem kann að falla til hjá starfsmönnum og kjörnum fulltrúum.

Svipmynd