A­alsteinn Ëskarsson | ■ri­judagurinn 31. maÝá2016

A­ger­arߊtlun fyrir Vestfir­i

Ríksstjórnin hefur samþykkt í dag 31. maí, tillögu forsætisráðherra um skipan nefndar undir forystu forsætisráðuneytis sem vinni að aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði, nefndin á að skila tillögum sinum fyrir 31. ágúst n.k.. Nefndin skal vinna í nánu samstarfi við önnur ráðuneyti og stýrihóp stjórnarráðsins um byggðamál.

Tillagan er svar ráðuneytisins við samþykkt stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 15. febrúar s.l. þar sem segir 

 

" Stjórn FV óskar eftir að ríkisstjórn skipi nefnd um aðgerðir á Vestfjörðum sem lúti að fjárfestingu, verkefnum stofnana og búsetuskilyrðum á Vestfjörðum. Meginmarkmið er að skapa aðstæður í samfélögum og atvinnulífi til að geta nýtt auðlindir svæðisins og skapa vöxt til framtíðar en með sjálfbærni að leiðarljósi. Skipan nefndarinnar verði með þeim hætti að í henni sitji að lágmarki þrír fulltrúar sveitarfélaga á Vestfjörðum. Komi einn fulltrúi frá skilgreindum atvinnu og þjónustusvæðum á Vestfjörðum, það er, einn frá norðursvæði, einn frá suðursvæði og einn frá sveitarfélögum á Ströndum og Reykhólahreppi." 

 

Fjórðungsssamband Vestfirðinga lítur á þessa aðgerð til stuðnings við verkefni sem unnin eru í dag á Vestfjörðum s.s. Sóknaráætlun Vestfjarða. Bent skal hér á að vinna nefndarinnar verði unnin í samstarfi við stýrihóp stjórnarráðsins um byggðmál, en stýrihópurinn er samræmingaraðili og tengiliður sóknaráætlana landshluta við ráðuneyti. smb lög nr 69/2015 um byggðáætlanir og sóknaráætlanir. 

Svipmynd