A­alsteinn Ëskarsson | f÷studagurinn 31. jan˙ará2014

Afhending Nřsk÷punarver­launa Vestfjar­a

Frß ver­launaafhendingunni Ý Safnah˙sinu ß ═safir­i - ljˇsm. Sveinn Ragnarsson
Frß ver­launaafhendingunni Ý Safnah˙sinu ß ═safir­i - ljˇsm. Sveinn Ragnarsson
1 af 2

Verðlaun í Nýsköpunarkeppni Vestfjarða voru tilkynnt í dag, föstudaginn 31. janúar. Fjögur verkefni hlutu samtals fjórtán milljóna króna verðlaunafé. Fyrstu verðlaun og fimm milljónir króna hlutu Víur - ræktunarfélag fóðurskordýra. Önnur verðlaun og fjórar milljónir króna hlaut Icelandic Fish Export. Þriðju verðlaun og þrjár milljónir króna hlaut Gullsteinn ehf. Fjórðu verðlaun og tvær milljónir króna hlaut Bíldalia.

 

Við mat á viðskiptaáætlunum var m.a. skoðað nýnæmi, áhætta og jafnframt var tekið mið af uppbyggingu atvinnulífs á Vestfjörðum. Keppnin er hluti af verkefnum Sóknaráætlun landshluta fyrir Vestfirði, samkvæmt samningi Fjórðungssambands Vestfirðinga og fjármála og efnahagsráðuneytis frá síðasta ári ásamt framlagi frá Vaxtarsamningi Vestfjarða. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á nyskopunarkeppni.atvest.is. Nánari upplýsingar um Sóknaráætlun Vestfjarða má finna á http://vestfirdir.is/verkefni/soknaraaetlun_landshluta/skra/373/.

 

Svipmynd