A­alsteinn Ëskarsson | mßnudagurinn 7. jan˙ará2013

Afhendingar÷ryggi raforku ß Vestfj÷r­um

Rafmagnsvi­ger­ Ý ┴rneshreppi um 1990
Rafmagnsvi­ger­ Ý ┴rneshreppi um 1990

Út er komin ársskýrsla starfshóps um afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Skýrslan var kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar 21. desember sl. af Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Starfshópurinn var settur á laggirnar samkvæmt samþykkt ríkisstjórnarfundar á Ísafirði þann 5. apríl 2011. Hlutverk hópsins er að fylgja eftir markmiðum stjórnvalda um aukið afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Skýrsluna er að finna á vef stjórnarráðsins.


Telja verður mikilvægt að þessi skýrsla komi nú fram og sé innlegg í umræðu um þá stöðu sem kom upp í óveðrinu í lok síðasta árs. Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga mun á fundi sínum í dag 7. janúar taka til umræðu þetta alvarlega mál og kalla eftir viðbrögðum stjórnvalda um aðgerðir til lengri og skemmri tíma litið.

Svipmynd