| ■ri­judagurinn 3. febr˙ará2009

Aldrei fˇr Úg su­ur fŠr styrk ˙r tˇnlistarsjˇ­i

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fékk 200.000 króna styrk úr tónlistarsjóði menntamálaráðuneytisins. Ísfirska hljómsveitin Reykjavík! fékk einnig 200.000 króna styrk fyrir tónleikaferðalag hljómsveitarinnar um Evrópu. Tónlistarsjóði bárust 128 umsóknir frá 118 aðilum. Heildarfjárhæð umsókna nam 114.192.969 kr. Veittir eru styrkir til 79 verkefna að heildarupphæð 21.145.000. Að auki verða greiddir út styrkir skv. 9 samningum að upphæð kr. 19.500.000. Samningar þessir voru gerðir í ársbyrjun 2008 og gilda til þriggja ára. Heildarúthlutun tónlistarsjóðs á fyrri hluta árs 2009 nemur þar af leiðandi kr. 40.645.000. Á fjárlögum 2009 eru 54 millj. kr. til tónlistarsjóðs.

Þar með er hátíðin Aldrei fór ég suður komin með 1,1 milljón í styrk fyrir næstu hátíð en fyrir höfðu skipuleggjendur hennar fengið tvo styrki fyrir hátíðina, 200.000 krónur frá menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar og 700.000 frá Menningarráði Vestfjarða.

Þessi frétt er afrituð af www.bb.is.

Svipmynd