A­alsteinn Ëskarsson | mi­vikudagurinn 30. j˙lÝá2014

Almenningssamg÷ngur, fyrsti akstur milli ═safjar­ar og HˇlmavÝkur 1. ßg˙st.

BÝll frß Hˇpfer­ami­st÷­ Vestfjar­a
BÝll frß Hˇpfer­ami­st÷­ Vestfjar­a

Fjórðungssamband Vestfirðinga og Hópferðamiðstöð Vestfjarða ehf hafa samið um akstur á sérleyfinu Ísafjörður-Hólmavík-Ísafjörður. Fyrsta áætlunarferð verður ekin á föstudag 1. ágúst n.k. en síðan verður ekið á miðvikudögum og sunnudögum til 14. september n.k.. Eftir 14. september verður ekið á föstudögum og sunnudögum fram á vor 2015. 

Ekið verður í takt við áætlun Strætó bs samkvæmt leið 59 til Hólmavíkur frá Borgarnesi (Reykjavík). Áætlunin er sem hér segir,

 

Frá Ísafirði : kl 16:00

Frá Súðavík : kl 16:20

Frá Heydals vegamótum kl: 17:35

Frá Reykjanesi : kl 17:45

Hólmavík koma; kl 18:50

 

Hólmavík brottför 19:30

Reykjanes brottför 20:35

Heydalur vegamót brottför 20:45

Súðavík brottför 22:00

Ísafjörður 22:20

 

Ekið er frá/ til biðskýli við Pollgötu, Ísafirði og að / frá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar, Hólmavík.  Ekið er um Pollgötu, Skutulsfjarðarbraut og Djúpveg 61 að Hólmavík, farþegar geta stigið af / á,  í Súðavík, vegamót við Heydal (Mjóafjarðarvegur) og í Reykjanesi. Pantanir í ferðir verða fyrst um sinn hjá Hópferðamiðstöð Vestfjarða í síma 8931058 en síðar einnig í þjónustuborði Strætó bs.

 

Grundvöllur þessa samnings er einkaleyfi landshlutasamtaka sveitarfélaga, hér Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV), með vísan til ákvæða samnings um almenningssamgöngur á Vestfjörðum sem FV hefur gert við Vegagerðina dags. 30. júlí 2012. Nánar tiltekið ákvæði um einkaleyfi í 1. mgr. 7. gr. laga nr 73/2011 um fólksflutninga, vöruflutninga og efnisflutninga á landi. 

Svipmynd