| fimmtudagurinn 28. febr˙ará2008

Al■ř­ulistama­urinn Sigurgeir Bjarni Halldˇrsson

Ein af myndum Sigurgeirs
Ein af myndum Sigurgeirs

Sunnudaginn 2. mars kl 14:00 verður opnuð ljósmyndasýningin "Alþýðulistamaðurinn Sigurgeir Bjarni Halldórsson" í Safnahúsinu á Ísafirði, gamla sjúkrahúsinu. Markmið með sýningu þessari er að heiðra minningu Sigurgeirs og þá list sem að hann stundaði í sínum frístundum. Segja má að list hans sé tvíþætt: Annarsvegar ljósmyndun og hins vegar málun ljósmyndanna. En hann gerði mikið að því að mála svart/hvítar myndir sínar sem urðu að litmyndum þess tíma.

Ljósmyndirnar eru teknar um og eftir 1940. Allstaðar þar sem að Sigurgeirs fór um hvort sem var til sjós eða lands fylgdi myndavélin með og þar sem að hann var sjómaður var mikið af myndefni hans skip ásamt fjölda sjávarplássa víðsvegar um landið. Ísafjörður var honum einnig hugleikin og er til mikið af myndum sem teknar eru yfir bæinn úr fjallshlíðunum í kring.

Safn hans sem telur um 900 myndir hefur nú verið sett í tölvutækt form og mun safnið í heild sinni verða sett inn á vef Ljósmyndasafns Ísafjarðar. Þar verður opnað aðgengi að myndum hans þann 2. mars nk.  á sama tíma og opnun sýningarinnar.

Aðstandendur Sigurgeirs  munu afhenda Ljósmyndasafni Ísafjarðar safn mynda hans til varðveislu í tilefni af 100 fæðingarafmæli hans 2. mars 2008.

Svipmynd