Ísafjarðarbær, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð hafa samþykkt að auglýsa tillögu að Nýtingaráætlun strandsvæðis Arnarfjarðar 2012-2024 ásamt umhverfisskýrslu. Þar er m.a. fjallað um nýtingu fjarðarins, þ.e.a.s. á svæði sem afmarkast af línu sem liggur 115 m frá stórstraumsfjöruborði og línu sem liggur 1 sjómílu utan við grunnlínu landhelginnar. Áætlunin er ekki lögformleg skipulagsáætlun en við gerð hennar hafa verkferlar svæðisskipulags verið hafðir til hliðsjónar.

 

Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Arnarfjarðar 2012-2024. Tillaga - júní 2013. (12mb)

Þemauppdráttur - núverandi nýting. Júní 2013.

Stefnuuppdráttur. Júní 2013.

 

Tillagan er aðgengileg hér á heimasíðu Fjórðungssambands Vestfirðinga undir tenglum hér að ofan. Nánari umfjöllun um nýtingaráætlun strandsvæða er undir tenglinum Verkefni hér til vinstri og þar verður jafnframt hægt að nálgast viðbrögð við athugasemdum og ábendingum sem munu berast. Tillagan mun auk þess liggja frammi á skrifstofum sveitarfélaganna.

 

Ábendingar og athugasemdir skal senda til Fjórðungssambands Vestfirðinga með því senda á tölvupóstfang fv@vestfirdir.is. Einnig er hægt að senda athugasemdir merktar Nýtingaráætlun strandsvæðis Arnarfjarðar á póstfangið, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Árnagötu 2-4, 400 Ísafirði. Frestur til að gera athugasemdir er til og með 12. október 2013.

 

Ísafirði 30. ágúst 2013

F.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga

Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri

Svipmynd