| fimmtudagurinn 5. j˙nÝá2008

Auglřst eftir myndum af g÷mlum b˙vÚlum

Á Grund í Reykhólasveit hefur á undanförnum árum orðið til myndarlegt safn gamalla dráttarvéla og annarra búvéla frá fyrri tíð. Margar vélanna eru uppgerðar og gangfærar og aðrar er smátt og smátt verið að gera upp. Mestan heiðurinn af þessu vélasafni á Unnsteinn Ólafsson á Grund, sem hefur einnig ásamt Guðmundi bróður sínum og Arnóri Grímssyni í Króksfjarðarnesi dregið saman mikinn fróðleik um fyrstu dráttarvélar á hverjum bæ í Reykhólahreppi. Áformað er að koma út riti með þessum fróðleik ásamt þeim myndum af elstu vélunum sem unnt verður að afla.

Væntanlega leynast í gömlum albúmum gamlar ljósmyndir af dráttarvélum og öðrum búvélum í héraðinu. Þess er hér með farið á leit, að allir sem luma á slíkum myndum láni þær til skönnunar og birtingar. Hægt er að hringja t.d. í Guðmund á Grund (892-3328).

Frá því var greint í vor að Búvélasafninu á Grund hefði verið veittur styrkur frá Menningarráði Vestfjarða.

Frétt afrituð af www.reykholar.is og birt lítið breytt.

Svipmynd