Impra hefur auglýst hefur eftir styrkumsóknum til Átaks til atvinnusköpunar og er umsóknarfrestur til 3. nóvember. Það er Iðnaðarráðuneytið sem veitir þessa styrki og á síðustu árum hafa mörg verkefni sem tengjast menningartengdri ferðaþjónustu víða um land fengið styrki úr þessum sjóði. Verkefni sem eru á fyrstu stigum nýsköpunar og munu skapa störf eiga mesta möguleika á styrkjum, en þeir geta mest verið 50% af heildarkostnaði við verkefni. Menningarráð Vestfjarða hvetur Vestfirðinga sem eru að hefja verkefni sem leiða munu til atvinnusköpunar til að sækja um, en allar nánari upplýsingar má finna undir þessum tengli.  

Svipmynd