Fjˇr­ungssamband Vestfir­inga | fimmtudagurinn 30. desemberá2010

Auglřst eftir verkefnastjˇra Bygg­asamlags Vestfjar­a

Byggðasamlag Vestfjarða (BSV) er nýstofnað byggðasamlag sveitarfélaga á Vestfjörðum, vegna tilflutnings á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga um komandi áramót, á grundvelli nýrra laga um breytingu á lögum á málefnum fatlaðra nr. 59/1992.  BSV sem stofnað var 23. desember s.l. auglýsir nú eftir verkefnastjóra á sviði félagsþjónustu sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks.  Verkefnastjóri mun hafa umsjón og eftirlit með framkvæmd nýs þjónustusamnings um málefni fatlaðra og ber ábyrgð á því gagnvart framkvæmdastjóra og stjórn BSV að honum sé framfylgt.  Nýr verkefnastjóri mun jafnframt stýra vinnu verkefnahóps félagsþjónustusvæða sveitarfélaga er standa að BSV.

 

Helstu hæfniskröfur eru háskólapróf sem nýtist í starfi, auk reynslu á vettvangi félagsþjónustu og þekkingar og áhuga á málefnum fatlaðs fólks. 

 

Umsóknarfrestur er til og með 13. janúar 2011 og má sjá allar nánari upplýsingar um starfið í auglýsingu sem má nálgast hér.

 

Nánari upplýsingar má einnig fá hjá framkvæmdastjóra BSV, Aðalsteini Óskarssyni, sími 450 3001.

Svipmynd