| sunnudagurinn 20. febr˙ará2011

Bˇkmenntasjˇ­ur auglřsir eftir umsˇknum

Bókmenntasjóður hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til útgáfu-, þýðingar- og ferðaverkefna og er umsóknarfrestur til 15. mars. Hlutverk Bókmenntasjóðs er að efla íslenskar bókmenntir og bókaútgáfu. Sjóðurinn styrkir m.a. útgáfu frumsaminna verka og þýðingar bókmennta á íslensku, en stuðlar einnig að kynningu íslenskra bókmennta heima og erlendis. Umsóknareyðublöð og upplýsingar er að finna á heimasíðu sjóðsins www.bok.is og einnig á skrifstofu hans.

Svipmynd