| fimmtudagurinn 28. febr˙ará2008

Elfar Logi tilnefndur til menningarver­launa DV

Elvar Logi Ý einleiknum SkrÝmsli
Elvar Logi Ý einleiknum SkrÝmsli

Elfar Logi Hannesson, leikari á Ísafirði hefur verið tilnefndur til menningarverðlauna DV. Tilnefninguna hlýtur hann fyrir einleikjahátíðina Act Alone. Í tilnefningunni segir: „Einleikjahátíðin Act Alone, sem er eina reglubundna leiklistarhátíðin á Íslandi, hefur verið haldin á Ísafirði síðan 2004 og er að langmestu leyti framtak eins manns, Elfars Loga Hannessonar. Þar hefur komið fram fjöldi einleikara, bæði innlendra og erlendra, með verk af mjög ólíku tagi. Hátíðin hefur aukið á fjölbreytni íslensks leiklistarlandslags og er einnig mikilsvert framlag til menningarlífs á Vestfjörðum.“

Þrjátíu ár eru síðan Menningarverðlaunum DV var komið á fót en þau voru fyrst afhent árið 1978. Þann 5. mars verða þau afhent í tuttugasta og níunda sinn en afhending þeirra féll niður í fyrsta sinn á síðasta ári í kjölfar eigendaskipta á DV skömmu fyrir þar síðustu áramót. Verðlaun eru veitt í sjö flokkum - bókmenntum, byggingarlist, hönnun, kvikmyndalist, leiklist, myndlist og tónlist - fyrir framúrskarandi árangur á listasviðinu á síðasta ári.

Þessi frétt er afrituð af www.bb.is.

Svipmynd