DÝana Jˇhannsdˇttir | fimmtudagurinn 14. ßg˙stá2014

Fjˇr­ungssamband Vestfir­inga fundar me­ i­na­ar- og vi­skiptarß­herra

Ragnheiður Elín Árnadóttir hefur verið að ferð um Vestfirði síðustu daga og hefur hún heimsótt, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á svæðinu.

Í gær fundaði ráðherra með Markaðsstofu Vestfjarða þar sem farið var yfir helstu málefni tengd ferðaþjónustunni. Var á þeim fundi meðal annars komið inn á nauðsyn þess að traustir innviðir séu til staðar vegna aukins ferðamannastraums, sem og mikilvægi þess að beina ferðamönnum á minna heimsótt svæði.

 Í dag fundaði ráðherra svo með Fjórðungssambandi Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og bæjar- og sveitarstjórum á norðanverðum Vestfjörðum. Helstu umfjöllunarefni þess fundar voru atvinnu- og byggðarmál, samgöngur, orku- og fjarskiptamál og strandsvæðaskipulag. 

Svipmynd