Vel hefur gengið með kynningar á Menningarráði Vestfjarða síðustu daga. Alls hafa 45 sótt kynningar sem Jón Jónsson menningarfulltrúi hefur staðið fyrir víða um Vestfirði og hefur besta þátttakan til þessa verið á Þingeyri. Framundan eru 4 kynningar til viðbótar, á Flateyri og Suðureyri í dag þriðjudaginn 20. mars og í Bolungarvík og Súðavík miðvikudaginn 21. mars og má því telja líklegt að markmiðið um 60 þátttakendur í heildina náist. Hér undir þessum tengli geta menn nálgast glærurnar (pdf skjal) sem notaðar eru í kynningunni, en þar eru ýmsir fróðleiksmolar um gerð styrkumsókna.

Svipmynd