Enn eru laus pláss á námskeið Agnars Más Magnússonar á spunapíanó og á söngnámskeið Hönnu Dóru Sturludóttur á tónlistarhátíðinni Við Djúpið sem hefst þann 17. júní næstkomandi og stendur í viku. "Það er mikill fengur af þessum listamönnum og Ísfirðingar og nærsveitarmenn ættu ekki að missa af því tækifæri að sækja hjá þeim námskeið," segir Greipur Gíslason, verkefnastjóri hátíðarinnar. Tónleikar á hádegistónleikaröð hátíðarinnar verða í Bryggjusal Edinborgarhússins, en allar nánari upplýsingar um dagskráratriði, námskeið og fleira eru á heimasíðu hátíðarinnar www.viddjupid.is. Greipur segir að mikil og góð aðsókn sé á hátíðina að þessu sinni. Henni lýkur á Jónsmessu.

Þessi frétt er afrituð af fréttavefnum www.skutull.is.

Svipmynd