LÝna Bj÷rg Tryggvadˇttir | ■ri­judagurinn 16. ßg˙stá2016

Haust■ing Fjˇr­ungssambands Vestfir­inga - Breyttur tÝmi

Vegna óviðráðanlegra orsaka þarf að breyta staðsetningu og tíma Haustþings FV sem var áætlað að halda í Bjarnarfirði 2. og 3. september. Ný staðsetning verður í Félagsheimilinu á Hólmavík föstudaginn 9. og laugardaginn 10. september.

Þema þingsins verður stefnumótun og framtíðarsýn á grundvelli stefnumörkunar fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga  

Dagskrá þingsins verður ákveðin þegar nær dregur þinginu og verður hún sett á vefslóðina 

http://www.vestfirdir.is/fjordungsthing/haustthing_2016/# þegar hún verður tilbúin ásamt öðrum gögnum er varða þingið.

Miðað er við að þingið hefst með léttum hádegisverði og skráningu kl.11:30 og verður sett kl. 13.00 á föstudeginum 9. september.

 

 

 

Svipmynd