| f÷studagurinn 14. marsá2008

Hei­in frumsřnd Ý dag

Kvikmyndin Heiðin eftir Einar Þór Gunnlaugsson frá Hvilft í Önundarfirði verður frumsýnd í Háskólabíói í kvöld. Myndin var tekin upp á sunnanverðum Vestfjörðum í vor, að mestu í Reykhólasveit. Myndin er íslensk/ensk samframleiðsla og styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands. Hún skartar hópi glæsilegra íslenskra leikara af yngri og eldri kynslóðinni, og söngkonan Hafdís Huld hefur sungið sérstaklega fyrir myndina mexíkóskt þjóðlag sem tekið var upp í Bretlandi í apríl sl. Þess má geta að á meðal leikara er vestfirski kómedíuleikarinn Elfar Logi Hannesson.

Sagan, sem fjallar um mann sem beðinn er um að fara með kjörkassa út á flugvöll en missir af flugvélinni, er í léttum dúr og gerist í nútímanum. Kostnaður myndarinnar er hóflegur og telst undir meðaltali sé miðar við íslenkar kvikmyndaframleiðslur. Verkefnið er tveggja landa samstarf Íslands og Bretlands, en leikstjórinn Einar Þór hefur m.a. komist að samkomulagi við EMI Music Publishing í London um úfgáfu kvikmyndtónlistar myndarinnar.

Þessi frétt er afrituð af www.bb.is.

Svipmynd

Sk˙li Gautason, menningarfulltr˙i