| mßnudagurinn 18. ßg˙stá2008

Hei­in komin ˙t ß DVD og ß lei­ til Noregs

Hei­in
Hei­in

Kvikmyndin HEIÐIN er komin út á DVD og fæst nú í verslunum Pennans/Eymundsson og Hagkaupa í Reykjavík, Akureyri og á Ísafirði á morgun Laugardag 16. ágúst. Kvikmyndin var eins og kunnugt er tekin upp að miklu leyti í Reykhólasveit og segir frá Emil, viðkunnarlegum og hjálplegum manni á besta aldri sem hikar ekki við að skreppa til að fixa reykskynjara, ná í kökur eða snúast, allt fyrir náungann, en hann er ekki eins góður í samskiptum við fólkið sem stendur honum næst. Tekin af okkar reyndasta kvikmyndatökumanni og með frábærum leikurum. HEIÐIN er sjarmerandi skemmtun sprottin úr íslenskum raunveruleika og leikstýrt af einum af okkar sérstakasta leikstjóra.

HEIÐIN verður sýnd í fyrsta sinn utan Íslands í næstu viku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í Noregi sem er einn mikilvægasti stökkpallur norrænna kvikmynda inní alþjóðlegt umhverfi. Er HEIÐINNI lýst í kynningu á hátíðinni sem "highly appealing blend of stunning Icelandic locations, great characters, quirky humor, with an understone of sadness and menace."

Í umfjöllun sinni á Rás 2 sagði Ólafur H. Torfason m.a.:  "Leikstjórinn skapar af fagmennsku andrúmsloft, tilfinningar og sögu, og heldur áfram að þroska móttökuskilyrði kvikmyndalistar í landinu, með ferskum vinnubrögðum, djörfung og efnir til raunverulegrar umhugsunar." Ólafur sagði myndina vera rækilega úthugsaða og vandaða kvikmynd og gaman að sjá íslenska mynd sem væri í ákveðnu jafnvægi.

Í umfjöllun Illuga Jökulssonar í 24 stundum segir Illugi að "til þess að íslensk kvikmyndagerð geti blómstrað þurfa að verða margar myndir til eins og Heiðin", og taldi myndina tilgerðarlausa, skemmtilega en jafnframt persónulega.

Anna Sveinbjarnardóttir sagði í Morgunblaðinu myndina hafa sérstakan sjarma, að hún væri "laglega útfærð hugmynd sem virkar á mörgum sviðum," og að handritshöfundinum takist að lýsa tilfinningaflótta ákveðinnar kynslóðar nokkuð vel.

Fréttatilkynning.

Svipmynd