DÝana Jˇhannsdˇttir | ■ri­judagurinn 26. ßg˙stá2014

Hringtenging ljˇslei­ara er ÷ryggismßl

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga gagnrýnir harðlega þá stöðu sem er í fjarskiptamálum Vestfirðinga og sýndi sig vel í dag hversu viðkvæmt það er, þegar víðtæk bilun kom upp í búnaði Mílu og farsímakerfi Símans. Vegna þessarar bilunar er stór hluti Vestfjarða sambandslaus við umheiminn í margar klukkustundir og ljóst að alvarlegt ástand hefur skapast þar sem ekki er hægt að hringja í lögreglu eða aðra viðbragðsaðila. 

 

Fjórðungssamband Vestfirðinga og sveitarstjórnir á Vestfjörðum hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að ljósleiðarinn sem liggur um Vestfirði sé hringtengdur, en eins og staðan er í dag þá er ekkert varasamband fjarskipta um svæðið. Slíkt óöryggi er algerlega óviðunandi og verður ekki búið við lengur. 

 

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga skorar á Innanríkisráðuneytið og Alþingi Íslendinga að leysa úr þessum vanda með hringtengingu ljósleiðarans hið snarasta. Að auki verði gerð opinber rannsókn á því hvað úrskeiðis fór til að svona ástandi komi ekki upp aftur.

Svipmynd