LÝna Bj÷rg Tryggvadˇttir | mi­vikudagurinn 5. marsá2014

═b˙afj÷ldi ß Vestfj÷r­um 2,14% af Ýb˙afj÷lda landsins Ý jan˙ar 2014

Í byrjun árs 2014 voru landsmenn 325.671 og hefur Íslendingum fjölgað um 3.814 manns frá sama tíma á síðasta ári.  Íbúafjöldi á Vestfjörðum þann 1. janúar 2014 var 6.972 eða um 2,14% af íbúafjölda landsins og var því fækkun um 59 manns eða 0,8%. Mikil fólksfjölgun var hinsvegar á höfuðborgarsvæðinu en þar voru íbúar 3.077 fleiri í janúar 2014 en á sama tíma 2013 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

 

Íbúum í Bolungarvík fjölgaði um þrjátíu og tvo  og er þetta fjórða árið í röð sem íbúum fjölgar þar. Í Súðavíkurhreppi fjölgaði íbúum um tuttugu og  þrjá. Í Vesturbyggð fjölgaði íbúum um átta, í Kaldrananeshreppi fjölgaði íbúum um fimm og Tálknafjarðarhreppi fjölgaði íbúum um fjóra.

 

Í hinum sveitarfélögunum var einhver fækkun en mest var þó fækkunin í Ísafjarðarbæ. Þar fækkaði íbúum um 109 á milli áranna 2013 og 2014. Af því fækkaði konum um fjörtíu og fjórar, en körlum fækkaði um sextíu og fimm.

 

Þegar fjöldi kjarnafjölskyldna eru skoðaður, þá er mestan mun að sjá í Bolungarvíkurkaupstað, en þar fjölgar um tíu fjölskyldur á meðan fækkar um 36 fjölskyldur í Ísafjarðarbæ. Önnur sveitarfélög standa í stað eða að þar fjölgar innan við 10 fjölskyldur á tímabilinu. Kjarnafjölskylda er skilgreind hjá Hagstofu Íslands sem hjón eða fólk í óvígðri sambúð og börn sem búa hjá þeim upp að 18 ára aldri. Einhleypar konur og einhleypir karlar og börn sem hjá þeim búa og eru yngri en 18 ára teljast einnig til kjarnafjölskyldna.

Svipmynd