Breytingar verða á starfsmannahaldi Fjórðungsambands Vestfirðinga í haust, en Jón Jónsson menningarfulltrúi hefur sagt upp störfum. Hann hefur starfað sem menningarfulltrúi hjá Menningarráði Vestfjarða og Fjórðungssambandi Vestfirðinga frá árinu 2007 og haft aðsetur í Þróunarsetrinu á Hólmavík. Á fundi stjórnar FV á dögunum voru Jóni færðar þakkir fyrir ánægjulegt og gefandi samstarf í gegnum árin og óskaði stjórn honum velfarnaðar í nýju starfi á Hólmavík. Jón verður við störf hjá FV út ágústmánuð.

Svipmynd