| fimmtudagurinn 22. marsá2012

Kynningar og styrkjanßmskei­ gengu a­ ˇskum

Minnismerki um Gest Pßlsson vi­ Reykhˇla
Minnismerki um Gest Pßlsson vi­ Reykhˇla

Nú er að baki kynningarferð um Vestfirði þar sem Jón Jónsson menningarfulltrúi hélt fundi í vestfirskum þéttbýlisstöðum og kynnti starfsemi Menningarráðsins. Sérstaklega var fjallað um styrki ráðsins, en nú er auglýst eftir umsóknum í tveimur styrkflokkum. Frestur til að sækja um stofn- og rekstrarstyrki er til 30. mars, en frestur til að sækja um verkefnastyrki er til 10. apríl. Einnig voru á fundunum gefnar margvíslegar ábendingar um hvað leggja eigi áherslu á þegar styrkumsóknir eru gerðar. Alls mættu 62 á kynningarfundina, 26 konur og 36 karlar, en markmiðið í upphafi var að fá 60 þátttakendur. Best var mætingin á kynninguna á Þingeyri.

Undir þessum tengli má nálgast glærur sem notaðar voru á kynningunni.

Svipmynd