DÝana Jˇhannsdˇttir | ■ri­judagurinn 25. marsá2014

Kynningarfundur Marka­sstofu Vestfjar­a og Fer­amßlasamtaka Vestfjar­a

Markaðsstofa Vestfjarða og Ferðamálasamtök Vestfjarða standa fyrir kynningarfundi í hádeginu á föstudaginn 28. mars n.k., kl. 12:00-13:30.
Á fundinum kynnir Díana Jóhannsdóttir starfsemi Markaðsstofu Vestfjarða og sameiginlegt markaðsátak sveitarfélaganna á Vestfjörðum. Ásgerður Þorleifsdóttir formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða kynnir starfsemi samtakanna og sameiginleg verkefni þeirra og Markaðsstofunnar.

Fundurinn verður haldinn á Hótel Ísafirði og geta gestir keypt sér súpu á 1000 kr.
Skráning fer fram í netfangið travel@westfjords.is

Svipmynd