| mi­vikudagurinn 4. j˙nÝá2014

Lei­beiningar um ger­ styrkumsˇkna

Menningarráð Vestfjarða hefur auglýst eftir styrkumsóknum í tveimur styrkjaflokkum og er frestur til að sækja um til og með föstudeginum 13. júní næstkomandi, sjá nánar hér. Annars vegar er hægt að sækja um verkefnastyrki og hins vegar stofnkostnaðar- og rekstrarstyrki. Nú hefur verið útbúið kynningarefni með leiðbeiningum um gerð styrkumsókna vegna ársins 2014 sem nálgast má undir þessum tengli. Allar nánari upplýsingar um styrki menningarráðs sem starfar innan vébanda Fjórðungssambands Vestfirðinga gefur Jón Jónsson menningarfulltrúi, s. 891-7372, netfang: menning@vestfirdir.is.

Svipmynd