| mßnudagurinn 17. marsá2008

Leikh˙spßskar ß ═safir­i

Dimmalimm me­ KˇmedÝuleikh˙sinu
Dimmalimm me­ KˇmedÝuleikh˙sinu

Kómedíuleikhúsið bíður uppá sannkallaða leikhúsveislu í Tjöruhúsinu á Ísafirði um páskana. Sýndir verða leikirnir Dimmalimm og Gísli Súrsson. Á föstudaginn langa 21. mars hefst veislan með sýningu á báðum leikjunum. Dimmalimm verður sýnt kl.14 og tveimur tímum síðar eða kl.16.00 verður Gísli Súrsson á fjölunum. Á Páskadag verður önnur sýning á Dimmalimm og hefst hún einnig kl.14.00.

Miðasala er þegar hafin og er hægt að panta miða á www.komedia.is, undir Kaupa miða. Einsog mörgum er kunnugt fer hin víðfræga og árlega Skíðavika á Ísafirði fram um páskana. Óhætt er að segja að dagskráin sé glæsileg og ættu allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Hæst ber að sjálfsögðu alþýðu rokkhátíðin Aldrei fór ég suður sem er nú haldin fimmta árið í röð og stendur hátíðin í tvo daga. Það verður því leikhúsrokk og allt þar á milli á Ísafirði um páskana.

Svipmynd