Á Veitingastofunni Vegamót eru til sýnis myndir eftir listamenn úr Arnarfirði. Listamennirnir hafa gefið Foreldrafélagi Bíldudalsskóla myndirnar sem fjáröflun fyrir félagið. 28. júní næstkomandi verður listaverkauppboð í félagsheimilinu Baldurshaga kl. 15:00. Allur ágóði rennur til kaupa á útileiktækjum við grunnskólann. Upplýsingar um hvern listamann er að finna við myndirnar.

Eftirtaldir listamenn gefa myndir á uppboðið:

• Ingunn Jensdóttir
• Marsibil „Billa“ Kristjánsdóttir
• Ragnar Jónsson
• Freydís Kristjánsdóttir
• Hafliði Magnússon
• Óskar Magnússon
• Magnús Óskarsson
• Klara Berglind Hjálmarsdóttir
• Heiðbjört Tíbrá Kjartansdóttir
• Víkingur Gunnarsson
• Rósa Dögg Jónsdóttir

Þessi frétt er afrituð af www.patreksfjordur.is.

Svipmynd