| mi­vikudagurinn 2. febr˙ará2011

Menningarfulltr˙ar funda ß Su­urnesjum

Menningarfulltr˙ar landshlutanna
Menningarfulltr˙ar landshlutanna

Á mánudag funduðu menningarfulltrúar allra landshlutanna í Keflavík, en á Suðurnesjum hefur Björk Guðjónsdóttir verið ráðin menningarfulltrúi fyrir landshlutann. Fundurinn var afar gagnlegur, en á honum báru menn saman bækur sínar, fóru yfir verklag og vinnubrögð, auk þess sem nýr menningarsamningur landshlutasamtakanna við ríkið til þriggja ára var til umræðu.

Á þriðjudag var síðan fundur menningarfulltrúa ásamt formönnum menningarráðanna í Stofu Jóns Sigurðssonar í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík.

Svipmynd