Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vestfjarða, verður á ferðinni á norðanverðum Vestfjörðum næstu daga frá miðvikudeginum 17. október til laugardagsins 20. október. Hann mun heimsækja sveitarfélögin, Súðavíkurhrepp, Ísafjarðarbæ og Bolungarvík, auk þess sem hann er tilbúinn til skrafs og ráðagerða við þá sem eftir því leita, hvort sem ræða á vítt og breitt um menningarmálin og möguleika á því sviði eða menn eru að spekúlera í styrkjum Menningarráðsins sem auglýstir hafa verið. Sláið á þráðinn í síma 891-7372 ef þið hafið áhuga á spjalli eða fundi.

Minnt er á að umsóknarfrestur um styrki frá Menningarráði er til 2. nóvember og allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublað eru hér til hægri undir tenglinum Styrkir. 

Svipmynd