Af Fjˇr­ungs■ingi Ý oktˇber 2015
Af Fjˇr­ungs■ingi Ý oktˇber 2015

Nýjar samþykktir Fjórðungssambands Vestfirðinga sem samþykktar voru á 60. Fjórðungsþingi Vestfirðinga á Patreksfirði 2.-3. október 2015 tóku gildi nú um áramótin. Samþykktirnar eru aðgengilegar hér á vef FV undir þessum tengli. Helstu breytingar frá fyrri samþykktum eru þær að Fjórðungsþing verður hér eftir haldið að vori (í maí). Þar skal afgreiða reikninga og ársskýrslur og leggja fram endurskoðaða fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár. Málþing um tiltekin hagsmunamál sveitarfélaganna skal síðan halda að hausti (í september), en dagskrá haustþingsins skal ákveða á Fjórðungsþingi að vori. Á haustþingi er einnig lögð fram fjárhagsáætlun og starfsáætlun fyrir næsta ár.

 

Á kosningaárum til sveitarstjórna er kosningum í stjórn og nefndir FV frestað til haustþings, en annars fara kosningar fram að vori. Loks er kveðið skýrar á um að Fjórðungsþing kjósi formann stjórnar, en stjórn kjósi varaformann stjórnar, eins og verið hefur. Með nýjum samþykktum er Menningarráð Vestfjarða formlega lagt niður og inn koma ákvæði um 9 manna Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða. Þá er nafni samgöngunefndar er breytt í Fastanefnd um samgöngumál og fjarskipti.

 

 

 

 

Svipmynd