Fjˇr­ungssamband Vestfir­inga | mßnudagurinn 11. j˙lÝá2011

Ígmundur Jˇnasson kynnti sÚr vegamßl ß Vestfj÷r­um

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti sér í vikunni vegamál á Vestfjörðum og átti fundi með fulltrúum sveitarstjórna í fjórðungnum. Einnig heimsótti hann lögreglustöðvar á svæðinu og fundaði með sýslumanninum á Ísafirði. Ráðherra segir mörgum stórverkefnum lokið en einnig mörgum ólokið.

 

Umfangsmesta verkefnið er Vestfjarðavegur milli Þorskafjarðar og Skálaness, sem er milli Kollafjarðar og Gufufjarðar en ekki hefur náðst niðurstaða í hvar leggja skuli veginn. Fyrir liggur að ákveða þarf hvernig vegagerð um þetta svæði verður háttað og á fundi í Bjarkalundi síðastliðinn fimmtudag með fulltrúum sveitarstjórna Reykhólahrepps, Vesturbyggðar og Tálknafjarðar ásamt samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga tilkynnti innanríkisráðherra um skipan áðurnefnds samráðshóps til að leggja fram tillögur um málsmeðferð. Í framhaldinu er síðan gert ráð fyrir að framkvæmdin verði sett í samgönguáætlun sem leggja á fyrir Alþingi í haust. Á fundinum í Bjarkalundi lagði ráðherra áherslu á að allir þyrftu að koma að þessu máli með opnum huga og að brýnt væri að fá fram öll sjónarmið og horfa á alla kosti um leiðarval. Samráðsvettvangur myndi leggja fram tillögur en ákvörðun væri Alþingis, álit hópsins hlyti þó að vega þungt.

 

Formaður, framkvæmdastjóri, samgöngunefnd og starfsmaður Fjórðungssambandsins sátu fundinn í Bjarkalundi. Fundurinn var mjög gagnlegur, en auk meginumræðu um Vestfjarðaveg 60, sem finna má á vef innanríkisráðuneytisins, var forgangsröðun annarra verkefna á Vestfjörðum áréttuð, þ.e. Dýrafjarðargöng og endurbætur á Strandavegi. Mun stjórn og samgöngunefnd FV fylgja niðurstöðu fundarins eftir við ráðuneytið og Vegagerði við undirbúning samgönguáætlunar 2011-2022, sem lögð verður fyrir Alþingi í haust.

Nánari upplýsingar um ferðalag ráðherra má finna hér

Svipmynd