| fimmtudagurinn 13. desemberá2012

Opinn kynningarfundur um Ůjˇ­leik ß Vestfj÷r­um

Þjóðleikur á Vestfjörðum er skemmtilegt leikhúsverkefni fyrir ungt fólk, kjörið fyrir leikfélög, skóla eða vinahópa. Opinn kynningarfundur um verkefnið verður haldinn á Skrifstofuhótelinu í Neista á Ísafirði mánudaginn 17. desember kl. 18:00.

Hópar geta ennþá skráð sig til leiks í Þjóðleik á Vestfjörðum. Hægt er að velja úr þremur skemmtilegum nýjum 40 mín. leikritum og hver hópur setur upp og sýnir sitt leikrit sjálfstætt. Til að setja upp sýningu :) það þarf minnst 8 ungmenni á aldrinum 13-20 ára og svo þarf að vera einn eða tveir eldri stjórnendur og ábyrgðarmenn. Síðan hittast hóparnir á lítilli leiklistarhátíð á Ísafirði í vor, ef nógu margir hópar taka þátt.

Leikritin sem í boði eru eru eftir Hlín Agnarsdóttur, Hallgrím Helgason og Sölku Guðmundsdóttur.

Vestfirskum ungmennum á aldrinum 13-20 ára (f. 1992-1999) gefst nú í fyrsta skipti tækifæri á að vera með í verkefninu Þjóðleikur sem er leiklistarverkefni á landsbyggðinni sem Þjóðleikhúsið stendur fyrir í samvinnu við menningarráð landshlutanna og fleiri heimamenn á hverjum stað. Þjóðleikur á Vestfjörðum er með síðu á Facebook sem allir áhugamenn um leiklist á landsbyggðinni eru hvattir til að tengjast: www.facebook.com/ThjodleikurVestfjordum.

Allir hópar mega vera með í Þjóðleik; áhugaleikfélög, skólar eða vinahópar. Meðlimir hvers leikhóps þurfa að vera að minnsta kosti átta talsins og allir á aldrinum 13-20 ára (f. 1992-1999). 

Svipmynd