Sk˙li Gautason | fimmtudagurinn 2. nˇvemberá2017

Opna­ fyrir umsˇknir Ý Uppbyggingarsjˇ­ Vestfjar­a

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða. Úr sjóðnum eru veittir styrkir til atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna, menningarverkefna og stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstofnana. Til úthlutunar árið 2018 eru um 50 milljónir króna og er gert ráð fyrir einni úthlutun. 

Tekið hefur verið í notkun nýtt rafrænt umsóknarkerfi sem nú er að mestu samræmt fyrir landið allt. Til að sækja um þarf að hafa Íslykil eða rafræn skilríki í síma. Ekki þarf að klára allt umsóknarferlið í einu, því hægt er að stofna umsóknina og vinna hana að hluta og vistast hún sjálfkrafa. Það má svo koma að henni aftur síðar og vinna hana áfram. 

Umsóknarfrestur er til miðnættis 21. nóvember. Smellið hér til að fá frekari upplýsingar og stofna umsókn. 

Svipmynd