DÝana Jˇhannsdˇttir | ■ri­judagurinn 5. febr˙ará2013

Reglulegar ߊtlunarfer­ir milli S˙­avÝkur og ═safjar­ar

Þann 25. janúar sl. hófust reglulegar áætlunarferðir milli Súðavíkur og Ísafjarðar alla virka daga, þrjár ferðir á dag. Samið hefur verið við Hópferðamiðstöð Vestfjarða ehf. um ferðirnar og gefur fyrirtækið allar nánari upplýsingar. Fyrirkomulagið er þannig að einungis er ekið ef ferð er pöntuð að lágmarki tveim tímum fyrir áætlaða brottför og fyrir kl. 17.00 vegna ferðar morguninn eftir. 

Áætlunin er sem hér segir:
Frá Ísafirði kl. 7:00 og frá Súðavík 7:35. 
Frá Ísafirði kl. 12:00 og frá Súðavík 12:35.
Frá Ísafirði kl. 16:45 og frá Súðavík 17:20.

Pöntunarsími Strætó BS er: 540 2700.

 

Svipmynd