Fjˇr­ungssamband Vestfir­inga | ■ri­judagurinn 20. septemberá2011

RenRen ß ═slandi

Fjórðungssamband Vestfirðinga tekur í dag á móti 20 manna hóp víðsvegar að úr Evrópu, sem er hér á landi til að kynna sér endurnýjanlega orkugjafa á vegum RenRen verkefnisins (Renewable Energy Regions Network). Fjórðungssamband Vestfirðinga er þátttakandi í RenRen, sem er samstarf 14 svæða innan Evrópusambandsins sem búa yfir sérþekkingu á sviði endurnýjanlegra orkugjafa í þeim tilgangi að stuðla að enn frekari notkun slíkra orkugjafa.

 

Hópurinn mun ferðast til Reykhóla þar sem meðal annars verða skoðuð þaraböðin og þörungaverksmiðjan. Þá mun hópurinn kynnast notkun Íslendinga á há- og lághita. Ferðinni lýkur svo á fimmtudaginn í Reykjavík þar sem kynningar verða á ýmsum verkefnum Íslendinga tengdum endurnýjanlegum orkugjöfum.

Svipmynd