| laugardagurinn 23. jan˙ará2016

Samrß­sfundur ß HˇlmavÝk

Samkvæmt samþykktum Fjórðungssambands Vestfirðinga sem tóku gildi um síðastliðin áramót verða haldnir reglulegir samráðsfundir stjórnar FV og sveitarstjóra allra sveitarfélaganna níu á Vestfjörðum. Miðað er við fjóra slíka fundi á ári þar sem fulltrúar allra sveitarfélaga, stjórn og starfsmenn FV hittast. Markmið breytinganna er að auka samtalið og upplýsingaflæði milli allra sveitarfélaganna, draga úr lýðræðishalla og búa til vettvang fyrir virka þátttöku allra sveitarfélaga í starfinu milli Fjórðungsþinga. Fyrsti slíki fundurinn var haldinn á Café Riis á Hólmavík 22. janúar og mættu fulltrúar allra sveitarfélaga.

 

Á Hólmavíkurfundinum var m.a. farið yfir nýjar samþykktir og vinnutilhögun þessa nýja samráðsvettvangs og rætt um áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vestfjarða á árunum 2016-19. Þá var rætt um einstök verkefni sem unnið hefur verið að, m.a. stefnumörkun Fjórðungssambands Vestfirðinga, áhersluverkefni í Sóknaráætlun 2015 um stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum til 2018, umhverfisvottun Vestfjarða, eftirfylgni með skólaþingi sem haldið var af FV á Patreksfirði 1. okt. á síðasta ári o.fl. 

 

Á dagskrá fundarins var einnig hugarflug um hvernig mætti koma baráttumálum sem tengjast jöfnun lífsskilyrða og lífsgæða á Vestfjörðum og í öðrum landshlutum áfram og hvaða leiðir væru hugsanlega færar til að fá þingmenn, ráðuneyti og ríkisstjórn til að leggja Vestfirðingum lið í þeirri baráttu. 

Svipmynd