Sönghópur Félags eldri borgara í Skagafirði heimsækir Strandir og Vestfirði um næstu helgi. Kórinn syngur í Hólmavíkurkirkju á laugardag kl. 14 og í Ísafjarðarkirkju á sunnudag kl. 16. Söngstjóri og undirleikari er Jóhanna Marín Óskarsdóttir og Þorbergur Skagfjörð Jósepsson syngur einsöng. Þetta í fyrsta sinn sem kórinn heimsækir Vestfirði. Kórinn skipa rúmlega 50 manns en 40 kórfélegar koma vestur.

Þetta kemur fram á www.bb.is.

Svipmynd