A­alsteinn Ëskarsson | fimmtudagurinn 28. nˇvemberá2013

Stjˇrn Fjˇr­ungssambands ßlyktar gegn sameiningu heilbrig­isstofnana

Frß Patreksfir­i
Frß Patreksfir­i

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga mótmælir harðlega fyrirhugaðri sameiningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði og Heilbrigðisstofnunarinnar á Patreksfirði. Fram hefur komið að engin stefnubreyting hefur orðið hjá heilbrigðisráðherra, þrátt fyrir kröftug mótmæli sveitarfélaga á Vestfjörðum.

 

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga harmar það að ráðherra hafi farið í þessa vegferð, algjörlega án samráðs við heimamenn og íbúa á áhrifasvæðinu, sem og að því er virðist án samráðs við þingmenn kjördæmisins. Það er dapurlegt til þess að hugsa að ákvörðun sem mun hafa jafn víðtæk áhrif og þessi, skuli vera skellt á nú þegar ljóst er að ástand í heilbrigðismálum hefur sjaldan verið jafn viðkvæmt og nú er.

 

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga lítur á það sem algjöra forsendu fyrir sameiningu að hægt sé að vísa til reynslu af jákvæðu gagnkvæmu samstarfi sem leiði þá mögulega til frekari umræðu um samvinnu og sameiningu, en í tilviki þeirra stofnana sem um ræðir þá hefur svo ekki verið.

 

Allar forsendur fyrir samvinnu og gagnkvæmu samstarfi eru afar veikar og stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga lýsir undrun og furðu á skilningsleysi ráðherra á landfræðilegri sérstöðu byggðar og erfiðum samgöngum á Vestfjörðum. Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga skorar á ríkisstjórn og Alþingi að hafna þeim tillögum sem settar hafa verið fram um sameiningu heilbrigðisstofnanna á landsbyggðinni, þannig að tillit sé tekið til sérstöðu þeirra byggða sem ekki njóta jafnra réttinda og aðrir landsmenn, hvort þá heldur er í formi samgangna eða annarrar opinberrar þjónustu. 

Svipmynd