| fimmtudagurinn 31. jan˙ará2008

Strandabygg­ styrkir menningarstarf

Spunatr÷ll LeikfÚlags HˇlmavÝkur 2006
Spunatr÷ll LeikfÚlags HˇlmavÝkur 2006
Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í gær voru teknar fyrir beiðnir frá Leikfélagi Hólmavíkur og kvennakórnum Norðurljós um stuðning við fyrirhuguð verkefni. Báðar styrkumsóknirnar fengu jákvæða afgreiðslu. Samþykkt var samhljóða að styrkja kvennakórinn Norðurljós um 50 þúsund vegna fyrirhugaðrar útgáfu hljómdisks í sumar og Leikfélag Hólmavíkur um 200 þúsund vegna fyrirhugaðrar sýningar á Dýrunum í Hálsaskógi í samvinnu við Grunnskólann á Hólmavík og Tónskóla Hólmavíkur.

Svipmynd