| mßnudagurinn 22. septemberá2008

Stutt nßmskei­ um styrkumsˇknir til Menningarrß­s

Jˇn Jˇnsson, menningarfulltr˙i Vestfjar­a
Jˇn Jˇnsson, menningarfulltr˙i Vestfjar­a

Menningarráð Vestfjarða hefur ákveðið að standa fyrir stuttu námskeiði í gerð styrkumsókna, þar sem Jón Jónsson menningarfulltrúi Vestfjarða leiðbeinir um ýmis grundvallaratriði. Fyrst og fremst er fjallað um gerð umsókna til Menningarráðsins, en að sjálfsögðu nýtast slíkar leiðbeiningar einnig fyrir umsóknir til annarra aðila. Námskeiðin verða haldin á eftirtöldum stöðum:

23. sept. (þri), kl. 17:00 – Skor, Þekkingarsetur á Patreksfirði
24. sept. (mið), kl. 17:00 – Skrifstofuhótelinu í Neista á Ísafirði
25. sept. (fim), kl. 17:00 – Grunnskólanum á Reykhólum
26. sept. (fös), kl. 17:00 – Félagsheimilinu Sævangi, Ströndum

Allir eru velkomnir á námskeiðin og ekki þarf að greiða þátttökugjald eða skrá sig fyrirfram.

Svipmynd