| fimmtudagurinn 20. septemberá2007

Styrkir frß Menningarmßlanefnd ═safjar­arbŠjar

Listahátíðin Við Djúpið fékk hæstan styrk menningarmálanefndar Ísafjarðarbæjar eða 250 þúsund krónur. Níu af ellefu umsækjendum fengu styrk. Rætur, félag um menningarfjölbreytni, fékk 208 þúsund og Edinborgarhúsið 150 þúsund króna styrk. Þá fengu nokkrir aðilar eitthundrað þúsund krónur. Það voru Nemendafélag Menntaskólans á Ísafirði, vegna Sólrisu, Gospelkór Vestfjarða, Sunnukórinn og Þjóðbúningafélag Vestfjarða. Marsibil G. Kristjánsdóttir fékk sextíu þúsund krónur og Jónína S.Guðmundsdóttir fékk þrjátíu þúsund krónur. Samtals var því einni milljón og 98 þúsundum úthlutað að þessu sinni. Menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar hefur 2,2 milljónir króna til styrkveitinga á þessu ári. Hluta fjárins var úthlutað fyrr á þessu ári.

Frá þessu var sagt í Svæðisútvarpi Vestfjarða í dag.

Svipmynd