| mi­vikudagurinn 2. febr˙ará2011

Styrkir til atvinnumßla kvenna

Eins og undanfarin ár standa konum til boða sérstakir styrkir til uppbyggingar atvinnulífs. Þær konur sem standa fyrir vöruþróun eða hyggja á fyrirtækjarekstur á sviði menningar á Vestfjörðum eru eindregið hvattar til að skoða vandlega það stoðkerfi sem er til staðar. Umsóknarfrestur er að þessu sinni til miðnættis 7. febrúar og er sótt um á vefsíðunni www.atvinnumalkvenna.is. Á henni eru einnig margvíslegar aðrar upplýsingar sem koma öllum að notum sem hyggja á rekstur.

Svipmynd