| ■ri­judagurinn 6. jan˙ará2009

Sunnukˇrinn syngur ß nř

Fyrsta æfing Sunnukórsins á nýju ári er í kvöld. „Nú að afstöðnum hátíðum færist lífið í fastar skorður á ný. Sunnukórinn hefur til margra ára æft á þriðjudagskvöldum og mun gera svo áfram", segir í tilkynningu. Að venju mun árið hefjast með undirbúningi fyrir hið árlega Sunnukórsball sem haldið verður 31. janúar. „Í Sunnukórnum er pláss fyrir alla konur og karla. Kórinn tekur fagnandi á móti nýjum félögum og hvetur fólk til að mæta og þenja raddböndin því söngurinn hressir og kætir", segir í tilkynningu.

Upplýsingar veitir Ingunn Ósk Sturludóttir kórstjóri í síma 8614802. Æfingin í kvöld hefst fyrr en venjulega vegna þrettándagleði eða kl.18 og verður í Hömrum, sal Tónlistarskólans.

Fréttin ef afrituð af www.bb.is.

Svipmynd