| fimmtudagurinn 18. aprÝlá2013

SvarbrÚf Menningarrß­s send ˙t Ý dag

Niðurstaða Menningarráðs Vestfjarða um styrki á árinu 2013 liggur nú fyrir og var umsækjendum sent svarbréf í tölvupósti í dag á þau netföng sem þeir gáfu upp í umsóknum sínum. Að þessu sinni er úthlutað 16,4 milljónum í stofn- og rekstrarstyrki og 23,7 milljón í verkefnastyrki. Alls bárust 160 umsóknir um stuðning og samþykkti Menningarráðið að veita stofn- og rekstrarstyrki til 16 aðila og verkefnastyrki til 57 verkefna á árinu 2013. Listi yfir styrkþega verður birtur hér á vefnum á morgun, föstudaginn 19. apríl.

Svipmynd