| f÷studagurinn 3. aprÝlá2009

Tˇnleikar Ý H÷mrum ß laugardag

Laugardaginn 4.apríl kl. 16 heldur Helga Margrét Marzellíusardóttir sópran tónleika í Hömrum. Tónleikarnir eru liður í framhaldsprófi hennar frá Tónlistarskóla Ísafjarðar og lokatónleikar hennar frá skólanum. Á dagskránni eru sönglög eftir Jón Ásgeirsson og Hjálmar Ragnarsson, ljóðasöngvar eftir Schumann, Schubert, Grieg og Sibelius, og aríur eftir Purcell, Mozart og Puccini. Meðleikari Helgu Margrétar á píanóið er Beáta Joó. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir.  

Helga Margrét Marzellíusardóttir hefur stundað nám við Tónlistarskóla Ísafjarðar allt frá haustinu 1993. Fyrstu tvö árin lagði hún einkum stund á fiðlunám, en haustið 1994 hóf hún nám á píanó, sem var aðalnámsgrein hennar við skólann allt til ársins 2005, oftast undir leiðsögn Sigríðar Ragnarsdóttur. Hún lauk miðprófi í píanóleik vorið 2004.

Helga Margrét byrjaði í söngnámi haustið 2002 meðfram píanónáminu og síðustu árin hefur söngur verið aðalnámsgrein hennar við skólann. Söngkennari hennar hefur frá upphafi verið Ingunn Ósk Sturludóttir. Helga Margrét lauk miðprófi í söng vorið 2007. Helga Margrét hefur alla tíð tekið virkan þátt í tónleikahaldi innan og utan skólans og verið fulltrúi hans við fjölmörg tækifæri. Hún hefur um árabil sungið með kórum skólans og fleiri kórum á svæðinu. Þá hefur hún oft komið fram fyrir hönd Menntaskólans á Ísafirði, var fulltrúi hans í Söngkeppni framhaldsskólanna vorið 2008 og æfði skemmtikórinn Drengjakór MÍ í nokkur ár. Í fyrrahaust kom hún fram í ABBA-sýningu, sem naut ákaflega mikilla vinsælda. Helga Margrét stefnir á framhaldsnám í söng og tónlist næsta vetur.

Svipmynd