| mi­vikudagurinn 16. septemberá2009

Tˇnsnillingar Ý H÷mrum ß fimmtudagskv÷ld

Dönsku tónlistarmennirnir Michala Petri blokkflautuleikari og Lars Hannibal gítarleikari halda tónleika fimmtudagskvöldið 17.september kl. 20:00 í Hömrum. Hér er um að ræða heimsfræga og afar eftirsótta tónlistarmenn og því einstakt tækifæri fyrir tónlistarunnendur að njóta tónlistar í heimsklassa. 

Michala, sem var undrabarn, kom m.a. til Íslands í æsku og kannski muna einhverjir eftir því. Hún hefur haldið þúsundir tónleika um allan heim með mörgum af fremstu listamönnum heimsins og einnig leikið inn á ótal hljómplötur.

Efnisskrá tónleikanna er afar fjölbreytt og aðgengileg, verk eftir Bach, Vivaldi, Piazzolla og fleiri. Tónleikarnir eru 4. og síðustu áskriftartónleikar Tónlistarfélags Ísafjarðar á starfsárinu 2008-2009 og gilda áskriftarkort félagsmanna á tónleikana. Einnig eru seldir miðar við innganginn á kr. 1.500 og ókeypis er fyrir tónlistarnema 20 ára og yngri.

Svipmynd